Þegar þú notar vef Vinnuvélaskólans verða til upplýsingar um heimsóknina. Vinnuvélaskólinn notar vafrakökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Vafrakökurnar eru notaðar á vefnum í tvennum tilgangi, til að fá upplýsingar um heimsóknir á vefinn og til að þekkja þá sem skrá sig inn í kennslukerfið.
Vinnuvélaskólinn notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Meðhöndlun upplýsinga í vefkökum Google er háð reglum Google um persónuvernd.
Þegar nemandi skráir sig í kennslukerfi Vinnuvélaskólans er safnað saman upplýsingum um nemandann og framgang hans í náminu. Vinnuvélaskólinn miðlar þessum upplýsingum ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila.
Vefurinn notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari. SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.